Dró Brynju í land

Síðasta föstudag lauk hrygn­inga stoppinu og máttu bátar setja út veiðarfæri klukkan 10:00 þann dag. Voru bátar að tínast út úr höfnum Snæfellsbæjar fram eftir morgni þar á meðal Brynja SH, ekki vildi betur til en þegar Brynja var kominn rétt út fyrir höfnin í Ólafsvík að það steindó á aðalvél bátsins og þurftu þeir aðstoð í land. Enginn hætta var og blíðskapar veður.

Tryggvi Eðvarðs SH sem var einnig á útleið kom áhöfn á Brynju SH til aðstoðar og drógu hana í land. Þar sem þetta var annar dagur sumars hafði Gylfi Scheving það að orði að þetta væri fyrsta góðverk sumarsins. Ekki var um alvarlega bilun að ræða og voru strákarnir á Brynju SH komnir aftur af stað skömmu síðar.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli