Dúnninn rannsakaður

Út er komin áhugaverð rannsókn sem unnin var í samstarfi við Háskólasetur Snæfellsness. Rannsóknin fjallar um breytileika æðardúns á milli einstaklinga og varpa.

Í stuttu máli var æðardúnn fenginn víðsvegar að úr heiminum og mældur. Samloðun dúnsins var skoðuð auk þéttni. Samloðun mælir hversu vel dúnninn loðir saman en þéttni er mælikvarði á því hversu vel dúnninn þenst út.

Samkvæmt niðurstöðum er munur á milli einstakra hreiðra en munur á milli varpa ekki verulegur.

Áhugavert var að sjá að sérstakir dúnmatsmenn sem þukla og þreifa á dúninum til þess að meta gæði hans gáfu svipaða einkunn og mælitækin sem notuð voru við mælingar.

Hægt verður að notast við rannsóknina við fleiri rannsóknir í framtíðinni t.a.m. til þess að sjá hvort að sami fugl haldi dúngæðum sínum út ævina eða hvort það flökti á milli ára vegna áhrifa í umhverfinu. Hafa sumur þar sem mikið er um úrkomu t.d. áhrif á dúninn?

Áhugasömum er bent á Háskólasetrið vilji þeir fræðast meira.