Dvalarheimili aldraðara í Stykkishólmi færð gjöf

Vaktþjónustan Vökustaur í eigu hjónanna Agnars Jónassonar og Svölu Jónsdóttur  buðu upp á tilboð á vöktun í maí og júní s.l. með það að leiðarljósi að þeir sem myndu bætast við viðskiptamannahópinn þessa mánuði myndu þannig styrkja félagsstarf aldraðra á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Viðtökur voru frábærar að sögn Agnars. Sumir tóku reyndar svo vel í hugmyndina að þeir vildu greiða tvöfald gjald! Að sögn Agnars er það sem gerir þetta mögulegt stuðningur og tryggð fyrirtækja og einstaklinga við fyrirtækið í gegnum tíðina. Á dögunum færðu Agnar og Svala dvalarheimilinu afraksturinn samtals 310.000 kr. sem Kristín Hannesdóttir forstöðukona dvalarheimilisins tók á móti með miklum þökkum. Til stendur að fara í dagsferð með heimilisfólk, jafnvel haustlitaferð um nágrennið í september.

am/frettir@snaefellingar.is