Dvalarheimilið fær gjöf

Lionsklúbburinn Harpa og Lionsklúbbur Stykkishólms ásamt stuðningsaðilum í Sykkishólmi færðu Dvalarheimili aldraðra veglega gjöf nú í upphafi vikunnar. Um er að ræða mjög fullkomið blöðruómskoðunartæki sem afhent var s.l. mánudag. Gjöfin er gefin í tilefni 100 ára afmælis Lions. Sesselja Sveinsdóttir og Ragnheiður Axelsdóttir frá Lionsklúbbnum Hörpu ásamt Ríkharði Hrafnkelssyni og Jóni Einari Jónssyni frá Lionsklúbbi Stykkishólms afhentu tækið Kristínu Hannesdóttur forstöðukonu dvalarheimilisins. Tækið nýtist m.a. til eftirlits eftir aðgerðir.

am/frettir@snaefellingar.is/ Ljósmynd: Lions