Eftirlit aukið á höfninni

Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp á Ólafsvíkurhöfn og eru nú þegar búið að taka í notkun 5 myndavélar en þær verða líklega sex eða sjö þegar allar verða komnar í gagnið. Var myndavélunum komið upp í kjölfar þess að brotist var ítrekað inn í allmarga báta á svæðinu. Þar var lyfjum og öðrum verðmætum stolið.

Mun uppsetning myndavél­anna bæta öryggi og minnka líkur á innbrotum og skemmdum á bátum sem liggja við bryggju í höfnunum þar sem þær eru stilltar á upptöku og því hægt að skoða myndirnar ef þess þarf. Auk þess sem þær munu auðvelda starfsmönnum hafnarinnar að fylgjast með því sem um er að vera á hafnarsvæðinu. Á næstunni verða einnig settar upp eftirlits­ myndavélar á Rifshöfn.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli