Einstakur viðburður

Dr. L. Subramaniam

Næstkomandi sunnudag munu indverskir tónar hljóma í Stykkishólmskirkju þegar hópur tónlistarmanna frá Indlandi kemur fram kl. 18 í kirkjunni. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hins heimsþekkta Dr. L. Subramaniam og tónlistarhóps hans um Evrópu. Subramaniam á að baki langan og far-sælan tónlistarferil auk þess sem hann semur tónlist og stjórnar hljómsveitum. Menntun sína hlaut hann í sígildri vestrænni og indverskri tónlistarhefð. Hann hefur leikið inn á yfir 200 upptökur, gefið út sólódiska, unnið með tónlistarmönnum á borð við Yehudi Menuhin, Stéphane Grappelli, Stevie Wonder og Ruggiero Ricci til að nefna aðeins örfáa. Hann hefur samið tónlist fyrir, stjórnað og komið fram með hljómsveitum eins og Fílharmóníusveit New York borgar, Fílharmóníusveit Óslóar, Sinfóníuhljómsveit Nýja Sjálands, Sinfóníuhljómsveit Búdapest, útvarpssinfóníuhljómsveit Sovétríkjanna ásamt mörgum fleirum. Ef nafni listamannsins er slegið inn í leitarvél á netinu eða á myndbandasíðunni YouTube kemur fram gríðarlegur fjöldi niðurstaðna og eru tenglar á nokkur myndbönd á vef Stykkishólms-Póstsins. Tíu hljóðfæraleikarar frá Indlandi eru með í för og koma fram á tónleikunum. Hefðbundin indversk tónlist verður f

lutt ásamt „fusion“ og „Bollywood“ tónlist. Tónleikarnir eru einu tónleikar hópsins á Íslandi en Subramanian kom fram á tónleikum á Íslandi fyrir mörgum árum og þá í Reykjavík. Af hverju Stykkishólmur? Spyr sig einhver líklega. Fulltrúi hópsins kom hingað til lands s.l. sumar. Hann rekur fyrirtækið Breiða á Ítalíu, þar sem hann býr, en fyrirtækið markaðssetur hágæða vöru úr æðardúni í samstarfi við Íslenskan æðardún í Stykkishólmi. Hann heimsótti Stykkishólm og Stykkishólmskirkju og í framhaldinu var ákveðið að Íslandstónleikar hópsins myndu verða í Stykkishólmskirkju. Viðburðurinn er einstakur á landsvisu og er aðgangur ókeypis. Hólmarar og nærsveitungar eru hvattir til að víkka sjóndeildarhringinn og hlýða á framandi tónlist í Stykkishólmskirkju flutta af tónlistarmönnum á heimsmælikvarða.