Óskað eftir aukaleikurum í tónlistarmyndband

Ísland hefur löngum sannað sig sem tökustaður hjá innlendum og erlendum framleiðslufyrirtækjum, enda með eindæmum fagurt að sjá. Snæfellsnesið er engin undantekning og nýtist umhverfið og byggðin einstaklega vel á stóra skjánum.

Nk. laugardag munu fara fram prufur fyrir aukaleikara í tónlistarmyndband fyrir erlenda poppstjörnu. Að sögn talsmanns True North, sem sér um tökurnar á Íslandi, er ekki hægt að segja að svo stöddu um hvaða tónlistarmann er að ræða en óhætt er að segja að margir munu sjá myndbandið. Síðasta myndband stjörnunnar fékk milljónir áhorfa á nokkrum dögum þegar það kom út á Youtube.

Leitað er að fólki á öllum aldri og af báðum kynjum. Tökur munu fara fram á óskilgreindum stað á Snæfellsnesi.

Anok Margmiðlun mun aðstoða við leikaraleit á Snæfellsnesi.

Prufur verða í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ og er áhugasömum bent á að senda tölvupóst vilji þau frekari skýringar á netfangið frettir@snaefellingar.is.