Miðvikudagur , 15. ágúst 2018

17.júní

Lýðveldisdagurinn var haldinn hátíðlegur í þuru og mildu veðri á laugardaginn.  Lúðrasveitin hóf formlegu hátíðahöldin með því að marsera frá gamla Grunnskólanum niður Skólastíginn, Hafnargötuna og upp Aðalgötu í Hólmgarð.  Það voru fjölmargir sem skelltu sér í skrúðgönguna og mátti mannskapurinn hafa sig allan við að halda við lögregluna og lúðrasveitina  sem voru í fararbroddi.

Í Hólmgarði var svo hátíðardagskrá með þátttöku Lúðrasveitarinnar, séra Gunnar Eiríkur sá um helgistund ásamt kirkjukórnum, fjallkona var Hrefna Dögg Gunnarsdóttir og fórst það vel úr hendi.  Krakkarnir úr Grunnskólanum flutt brot úr Hjónabandssælunni sem þau sýndu síðasta vetur.  Hljómsveitin Stuðbandið lék svo fyrir gesti í lokin.   
    Að lokinni dagskránni í Hólmgarði sá kvenfélagið Hringurinn um kaffisölu í Félagsheimilinu og var það vel sótt og langt síðan svo margir hafa komið í kaffið.  Krakkarnir gátu einnig gert sér ýmislegt til skemmtunar frá kl.15:30 á svæðinu milli Grunnskólans og Íþróttamiðstöðvarinna s.s. fara á hestbak, hoppa í hoppukastala, kassaklifur, bregða sér inní  slökkviliðsbílana, draga björgunarsveitarbílinn o.fl. 

 

 

Bjarni Lár alltaf flottur.
Hrefna Dögg Gunnarsdóttir fjallkona.
Fjórir góðir; Heimir Jóhanns, Bjarni Lár, Sigurður Ágústson í Vík og Magnús F. Jónsson
Guðmundur, Dagbjört og Lára horfa á lúðrasveitina en Jóhanna hefur meiri áhuga á kirkjukórnum
Páll Guðmundsson og Þórey Ellerts ásamt skyldmennum.
Einar Þ. Strand formaður þjóðhátíðarnefndar, þjóðlegur í norskum þjóðbúningi.