Miðvikudagur , 23. janúar 2019
Norræna félagið hélt aðalfund sinn í gær og breyttist stjórn lítillega.

Aðalfundur Norræna félagsins í Stykkishólmi

Norræna félagið hélt aðalfund sinn í gær og breyttist stjórn lítillega.

Norræna félagið í Stykkishólmi hélt aðalfund sinn 15. maí. Á fundinum var ný stjórn kjörin. Sólborg Olga Bjarnadóttir sem verið hefur formaður síðastliðin ár gaf ekki kost á sér í formannssætið og nýr formaður er Þórhildur Pálsdóttir. Með henni sitja í stjórn Sólborg Olga Bjarnadóttir, sem nú gegnir starfi ritara og Sigurlína Sigurbjörnsdóttir sem er gjaldkeri. Úr stjórn gekk Guðbjörg Egilsdóttir, sem verið hefur gjaldkeri sl. tvö ár. Hún er nú endurskoðandi. Meðstjórnandi er Kolbrún Jónsdóttir. Félagar í Stykkishólmsdeildinni eru nú 17 og er það markmið nýrrar stjórnar að fjölga félögum og efla starfsemina. Hólmarar eru hvattir til að gerast félagar í Norræna félaginu og kynna sér það fjölbreytta starf sem þar fer fram.