Aðmírálsfiðrildi í Hólminum

Nokkuð hefur verið um að áður óþekkt fiðrildi hér um slóðir dúkki upp í Stykkishólmi.  Þannig fannst hér fiðrildi í Lágholtinu 24.október í fyrra sem kallað er litli kálskjanni  og nú í lok júni rakst Ólafía Gestsdóttir á Aðmírálsfiðrildi í Árnatúninu.  

Fólk hefur verið að rekast á Aðmírálsfiðrildin víðar á landinu, nú síðast á Mývatni.  Það Aðmírálsfiðrildi sem myndin er af rakst hins vegar blaðamaður Stykkishólms-Póstsins á við Apavatn í Árnessýslu 24.júní síðastliðinn.
Sjá má frétt um Aðmírálsfiðrildið og fleira áhugavert m.a. vatnamýs í Hraunsfjarðarvatni, á vef Náttúrustofu Vesturlands sem staðsett er  í Stykkishómi.

 

 

 

 

Aðmírálsfiðrildið við Apavatn.