Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Það var þokkaleg mæting á fund L-lista í kvöld Stykkishólms-Pósturinn treystir sér þó ekki til að nefna neinar tölur, því bæði framboðin virðist fá all verulega í hnén þegar tölur eru annars vegar. 

Af fundi L-lista

Það var þokkaleg mæting á fund L-lista í kvöld Stykkishólms-Pósturinn treystir sér þó ekki til að nefna neinar tölur, því bæði framboðin virðist fá all verulega í hnén þegar tölur eru annars vegar. 

Lárus Ástmar lýsti því strax yfir að þetta væri ekki eiginlegur framboðsfundur og L-listinn myndi standa við það heiðursmannasamkomulag sem framboðin gerðu sín á mili um að enginn framboðsfundur yrði.  Fundurinn varð því í raun tvískiptur og fór fyrrihluti hans fram í sal Hótelsins en seinni hlutinn var síðan haldinn kosningaskrifstofu framboðsins í Verkalýðshúsinu.  Fyrrihlutinn var því yfirlýsing eða útskýring Jóhannesar á úrtreikningum sínum varðandi stöðu bæjarsjóðs sem rakin var hér í frétt á undan.  Og verður fréttaritari Stykkishólms-Póstsins að játa það að hann er litlu nær.  Það er í raun fáránlegt að jafn mikilvæg umræða og fjármál bæjarsjóðs skulu ekki koma almennilega upp á yfirborðið fyrr en 3 mínútur fyrir kosningar.  Og enn fáránlegra að sú umræða fari fram í póstlúgum kjósenda.   Umræða sem skilar í raun engu til hins almenna kjósanda.