Myndbandaleigan Ásinn á Nesveginum er nú aftur að komast í gang eftir eftir lokun vegna innbrots.  Nýr eigandi, Kári B. Hjaltalín er nú tekinn við leigunni og mun opna leiguna á morgun föstudag.  Eins og kunnugt er þá var öllum dvd diskum leigunnar stolið í innbroti í sumar og hefur Kári því staðið í ströngu við að verða sér úti um nýja titla. 

Ásinn að opna aftur

Myndbandaleigan Ásinn á Nesveginum er nú aftur að komast í gang eftir eftir lokun vegna innbrots.  Nýr eigandi, Kári B. Hjaltalín er nú tekinn við leigunni og mun opna leiguna á morgun föstudag.  Eins og kunnugt er þá var öllum dvd diskum leigunnar stolið í innbroti í sumar og hefur Kári því staðið í ströngu við að verða sér úti um nýja titla. 

Kári er nú kominn með flestar þær myndir sem komið hafa út nú síðustu mánuð á dvd og stefnir að því að vera kominn í 100 titla í næstu viku.  Opnunartími leigunnar verður eins og áður, opið alla daga frá kl.18-23.