Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Auður og Hrafnaþytur í Amtsbókasafninu

Jólabækurnar flæða í safnið okkar og eru flestir nýjir titlar komnir.  Einn þeirra er Auður eftir Vilborgu Davíðsdóttur.  Auður hefur verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna enda er hér mjög forvitnileg bók á ferðinni.

Jólabækurnar flæða í safnið okkar og eru flestir nýjir titlar komnir.  Einn þeirra er Auður eftir Vilborgu Davíðsdóttur.  Auður hefur verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna enda er hér mjög forvitnileg bók á ferðinni.  Vilborg Davíðsdóttir mun heimsækja Stykkishólm og lesa úr bókinni í dag 17. desember kl. 17.  Vilborg mun sýna myndir og segja frá sögusviði bókarinnar á Suðureyjum og á Írlandi, ættartöflu Auðar og fjalla um heimildir að baki sögunnar í íslenskum fornritum og írskum annálum.  Þar sem þetta er á opnunartíma safnsins eru þeir sem ekki ætla að hlýða á Vilborgu beðnir um að koma á öðrum tíma til að njóta þjónustu safnsins. 

         Myndlistasýningin Hrafnaþytur eftir Solveigu Eddu Vilhjálmsdóttur verður sett upp í bókasafninu á sama tíma.  Solveig Edda hefur haldið fjölda sýninga hérlendis og erlendis.  Hún er með B.A. próf í myndlist frá Minnesoda State University í Bandaríkjunum.  Myndefnið á sér djúpar rætur í huga Solveigar og tengir hún ævinlega hrafninn við ísland og íslenska náttúru.  Solveig vinnur með olíu á striga.  Sýningin er farandssýning og var fyrst sýnd í sýningarsalnum Hurðir hjá Virtus í Reykjavík. Sýningin er sölusýning.

Njótið bókmennta og myndlistar með okkur.   

 

                                                                                                                                              Fréttatilkynning

Solveig Edda