Miklar spekúlasjónir hafa verið í Hólminum undanfarið hver sé bæjarstjóraefni L-listans.  Þar hafa mörg nöfn verið nefnd og allt eru það einstaklingar sem ekki búa í Hólminum.  Aðeins einn af þeim einstaklingum sem nefndur hefur verið hefur sést hér í bænum.  Þau mega eiga það L-listafólkið að þau kunna að þaga yfir leyndarmáli. 

Bæjarstjóraefni L-listans

Miklar spekúlasjónir hafa verið í Hólminum undanfarið hver sé bæjarstjóraefni L-listans.  Þar hafa mörg nöfn verið nefnd og allt eru það einstaklingar sem ekki búa í Hólminum.  Aðeins einn af þeim einstaklingum sem nefndur hefur verið hefur sést hér í bænum.  Þau mega eiga það L-listafólkið að þau kunna að þaga yfir leyndarmáli.

Heyrst hefur að D-listinn hafi verið með menn við allar leiðir sem liggja inni í bæinn til að sjá þegar bæjarstjóraefnið kæmi en aðeins einn líklegur hefur sést til þessa.  Það var Glúmur Baldvinsson sem sást hér á vappi og var strax stimplaður sem næsta bæjarstjóraefni L-listans.  Einnig hefur Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna verið nefndur, hann er jú nánast innanbæjarmaður úr Bjarnarhöfn í Helgafellssveit.  Hann er einnig Vinstri Grænn eins og aðalhvatamenn stofnunar L-listans þ.e. Lárus Ástmar sem vermir 1.sæti listans og Hreinn Þorkelsson sem er í því fimmta.  Einnig hafa hefur sjálfur Jón Baldvin aðalkrati verið nefndur og þá á Glúmur sonur hans í raun hafa verið hér á hans vegum til að kíkja á aðstæður.  Jón og Bryndís dvöldu einnig hér um jól fyrir ekki margt löngu og þá á Hólmurinn að hafa heillað.
En sá sem er þó líklegastur af þeim sem nefndir hafa verið er Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar.  Hann er jú Hólmari og bjó hér um 7 ára skeið að loknu lögfræðinámi og vann hjá sýslumanni.  Hann var þá einnig í bæjarmálunum fyrir framsóknarmenn og þekkir þvi vel til þar.  Móðir hans Dagbjört Höskuldsdóttir býr einnig hér þannig að hann hefur góðar upplýsingar um bæjarmálin.  Það sem styður einnig að bæjarstjóraefnið er framsóknarmaður fremur en annað er að framsóknarmenn voru ekki sáttir eftir niðurröðunina á listann.  Þeir riðu ekki feitum hesti frá þeirri niðurröðun en hafa þó e.t.v. sæst á hana ef framsóknarmaður væri fenginn sem bæjarstjóraefni, svo ekki sé talað um ef það er þar að auki nánast innanbúðarmaður.  Hann rímar líka vel við það eina sem gefið hefur verið út um væntanlegt bæjarstjóraefni L-listans en það voru orð Lárusar Ástmars um að þetta væri topp embættismaður.  Aðalsteinn hefur staðið sig vel frá því hann tók við Byggðastofnun í miklu ölduróti og deilum og stóð það fjaðrafok af sér með sóma.
En þetta eru jú bara vangaveltur og málin komast á hreint á morgun laugardag kl.16:00 þegar bæjarstjóraefnið verður kynnt ásamt stefnuskrá L-listans.  Og þá er að sjá hver reynist sannspár.
srb