Já L-lista fólkið kom með óvænt útspil með Jóhannes Finn sem bæjarstjóraefni.  Og þeir ætla að vera sjálfum sér samkvæmir varðandi ráðningarsamning nýs bæjarstjóra.  En ráðningarsamningar bæjarstjóra hér í bæ var einmitt að örlitlu deilu efni á síðum Sth.-Póstsins hér í vor.

Bæjarstjórinn og kjörin

Já L-lista fólkið kom með óvænt útspil með Jóhannes Finn sem bæjarstjóraefni.  Og þeir ætla að vera sjálfum sér samkvæmir varðandi ráðningarsamning nýs bæjarstjóra.  En ráðningarsamningar bæjarstjóra hér í bæ var einmitt að örlitlu deilu efni á síðum Sth.-Póstsins hér í vor.

     Samkvæmt L-listanum þá mun ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra vera með þriggja mánaða uppsagnarfresti frá beggja hálfu, þannig að ekki mun koma til biðlauna.  Launin munu svo vera reiknuð út frá launum bæjarstjóra sambærilegra bæjarfélaga og fundið meðaltal þeirra launa.  
    En um hvað deildu þeir félagar Lárus og Rúnar Gíslason forseti bæjarstjórnar?  Skrif þeirra spunnust út frá svari Lárusar Ástmars við spurningu Sth.-Póstsins um bæjarstjóraefni L-listans í 11.tbl. Svarið Lárusar birtist að hluta til í blaðinu en í heild sinni á vefnum sjá hérRúnar Gíslason forseti bæjarstjórnar gerði athugasemdir við skrif Lárusar  í 12.tbl.23.mars.  Þeirri grein svaraði Lárus í 13.tbl.  en lokaorðið átti Rúnar í 14.tbl.