Baldur í heimahöfn

Það var margmenni niður á Stykkishólmshöfn í gærmorgun þegar nýji Baldur kom í heimahöfn í fyrsta sinn um ellefu leytið.  Þó Baldur sé nokkuð lengri en viðlegukanturinn og öllu breiðari en sá gamli, þá virðist hann passa nokkuð vel í leguplássið. 

Veðrið var ekki beint hliðhollt þeim Baldursmönnum á heimsiglingunni sem olli smá töfum en hins vegar tók tók Stykkishólmshöfn vel á móti nýju skipi með einmuna veðurblíðu.  Ef heiðríkjan og birtan sem var í gær við heimkomuna er mark um framtíð skipsins þá þurfa Svanborg og Pétur hjá Sæferðum ekki að hvíða neinu.  Þeir voru margir sem brugðu sér niður á höfn og skoðuðu skipið og gengu um sali þess sem eru nokkrir en verða þó sennilega ekki allir opnir svona í fyrstu allavega.  
                          

 

Baldur og Brimrún stinga saman nefjum
Pétur, Svanborg og Óli Sighvats
Tveir góðir í brúnni, Pétur og Kristján
Gullhólminn, stærsta fiskiskip Hólmara virkar lítið við hliðina á Baldri
Gestir í matsal