Baldur í síðustu áætlunarferð frá Stykkishólmi

Það var líf á bryggjunni þegar verið var að gera Baldur kláran undir síðustu áætlunarferð á Brjánslæk nú eftir hádegið.

Í samtali við Pétur Ágústsson framkvæmdastjóra Sæferða kom fram að mikið hefur verið flutt með Baldri síðustu daga og biðlisti í þessar síðustu ferðir.  Enda mátti sjá það á farmi dagsins, 3 bátar fóru umborð, ásamt bílum og ýmsu öðru.  Aðspurður kvað hann það vera einkennilega tilfinningu að þessi tími væri runninn upp – að síðasta ferðin væri í dag.  Báturinn heffði þjónað vel og nánast áfallalaust síðan hann kom í Stykkishólm árið 1990.  Hinsvegar hefði verið unnið að því í dáldinn tíma að fá nýjan bát og því óhjákvæmilegt að sjá að baki Baldurs gamla úr því að það lukkaðist að fá nýjan bát.  Hann kvaðst bæði vera sjóhræddur og sjóveikur og ætlaði því ekki með í þessa ferð! 
Starfsmenn Skipavíkur voru á svæðinu og gerðu lokalagfæringar á skipinu og svo var haldið af stað.
   

Smelltu hér til að sjá myndbandið….