Bárður Eyþórsson á leið til ÍR

Þjálfarinn Bárður Eyþórsson sem þjálfað hefur Snæfell um árabil flytur sig um set til ÍR fyrir næsta tímabil.  Verið er að ganga frá samningi um þessi mál við ÍR-inga þessa dagana.

Það er því ljóst að Daði Sigurþórsson nýr formaður stjórnar
meistaraflokks Snæfells fær verðugt verkefni að finna og ráða
nýjan þjálfara fyrir meistaraflokkinn.  Vonandi koma þjálfara-
skiptin ekki hreyfingu á leikmenn, ætti ekki að gera það ef
leikmenn eru vissir um það að vel verði staðið að ráðningu nýs
þjálfara.  Þar liggur kannski mesti vandinn fyrir Daða og félaga,
það þarf að vinna hratt í því að halda öllum leikmönnunum á
staðnum.  Besta tryggingin þar er að ganga frá ráðningu nýs
þjálfara sem fyrst en þar er þó best að kappið sé með forsjá,
því vanda þarf valið.  Svo er ekki ólíklegt að þjálfarar gefi sig
fram þegar þeir heyra að góð þjálfarastaða sé laus.  Ef einhver
þjálfari með metnað er á lausu þá hlýtur hann að horfa til
Snæfells, félags þar sem vel hefur verið haldið á málum
undanfarin ár og hópurinn ungur og gríðarlega mörg efni þar
með reynslubolta innanum.

Bárður er ekki alltaf í boltanum