Þau óvæntu tíðindi komu fram á heimasíðu ÍR í dag að Bárður Eyþórsson hafi óskað eftir að verða leystur undan samningi sínum um þjálfun meistaraflokks af persónulegum ástæðum.  Á heimsíðunni segir ennfremur ,,Þetta er ÍR-ingum mikil vonbrigði, því mikil ánægja hefur verið með störf hans hjá félaginu. Félagið virðir þessa ósk Bárðar og þakkar honum ánægjulegt samstarf. Unnið er að ráðningu nýs þjálfara". 

Bárður hættir hjá ÍR

Þau óvæntu tíðindi komu fram á heimasíðu ÍR í dag að Bárður Eyþórsson hafi óskað eftir að verða leystur undan samningi sínum um þjálfun meistaraflokks af persónulegum ástæðum.  Á heimsíðunni segir ennfremur ,,Þetta er ÍR-ingum mikil vonbrigði, því mikil ánægja hefur verið með störf hans hjá félaginu. Félagið virðir þessa ósk Bárðar og þakkar honum ánægjulegt samstarf. Unnið er að ráðningu nýs þjálfara“.