BB & synir endurnýja

Þeir eru fyrirferðamiklir í framkvæmdum í Stykkishólmi bræðurnir Sævar og Hafþór Benediktssynir frá Saurum. 

Þeir eru fyrirferðamiklir í framkvæmdum í Stykkishólmi bræðurnir Sævar og Hafþór Benediktssynir frá Saurum.  Þeir reka fyrirtækið BB&synir ásamt föður sínum Benedikt Benediktssyni.  Manni er nánast að halda að þeir bræður stoppi aldrei því maður fer ekki svo um bæinn að maður mæti þeim ekki á vörubíl eða gröfu.  Reyndar er það nú svo að þeir eru nauðalíkir enda tvíburar þannig að maður veit aldrei hvorum maður er að mæta.  En óneytanlega er það kostur að hafa alltaf sama andlitið sem kynnir fyrirtækið sama hvaða tíma sólarhrings það er og jafnvel á sitthvorum staðnum líka.
     Þeir hafa nú á síðustu tveimur árum verið að byggja upp fyrirtækið og bætt  tækjakost þess sem nú er orðinn ansi öflugur.  Nú nýverið bættu þeir heldur betur við tækjakostinn og námu þær fjárfestingar um 30-40milljónum.  Keyptir voru tveir stórir MAN bílar og grafa, einnig fjárfestu þeir í flatvagni, frystivagni og svokölluðum sideloader sem gerir þeim kleyft að taka gáma.  Á síðasta ári keyptu þeir stóra JCB beltagröfu, ýtu og malarvagn þannig að fjárfestingar þeirra eru vafalaust komnar vel á fimmta tug milljóna á þessum tíma. 
     Nú eru þeir bræður á fullu við vinnu fyrir Skipavík að moka upp úr grunninum fyrir nýja verslunar og skrifstofu húsnæðinu á Aðalgötunni.  Þar eru þeir nánast búnir að keyra upp úr grunninum en eiga þó eftir að fleyga klöppina niður 90cm niður fyrir gangstétt, áður en að þeir keyra svo efni í grunninn aftur.  Einnig byrjuðu þeir að grafa fyrir grunni á nýju sumarhúsi í sumarhúsabyggðinni við Birgisborgina. og því líklegt að þeir skiptist á með aksturinn. Þeir hafa einnig verið í flutningi á fiski í gámum hér í bæ ásamt fleiri flutningafyrirtækjum, reyndar ótrúleg umferð hér á kvöldin í slíkum flutningum. Þeir eru þannig að aka 1-6 ferðir á milli Reykjavíkur og Stykkishólms á viku og koma þá alltaf við í Byko og Húsasmiðjunni í bakaleiðinni og taka þar stærri flutninga ef einhverjir eru og fólk óskar þess. Þannig að þar er einn möguleikinn í viðbót fyrir okkur neytendur í flutningum hingað í bæinn.
     BB&synir hafa einnig starfað tölu-vert fyrir Atlants-skip og keyrðu mikið fyrir þá í fyrra, þá aðallega gáma frá Ísafirði. Þeir eru reyndar enn í samstarfi við Atlantsskip við gámaflutninga í Reykjavík þegar tími gefst til þess en nú um stundir er nóg að gera hér á heimaslóðum. Svo má ekki gleyma sumarhúsabyggðinni á Saurum, þar tínast upp húsin eitt af öðru og alltaf einhver vinna í tengslum við það hjá þeim bræðrum.
                                                                                                                                         srb

Nýju MAN bílar BB & sona