Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Nú fer senn að líða að listahátíð ungs fólks, sem haldin verður dagana 24.-29.júlí á Snæfellsnesi. Í boði vera fjölbreyttar og stórskemmtilegar smiðjur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára.

Berserkur ‘06 – á Dönskum dögum og víðar

Nú fer senn að líða að listahátíð ungs fólks, sem haldin verður dagana 24.-29.júlí á Snæfellsnesi. Í boði vera fjölbreyttar og stórskemmtilegar smiðjur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára.

Skráning í smiðjur hefst föstudaginn 7.júlí og verður hægt að skrá sig í síma 891-7802 frá kl: 9:30-16:30 eða á netfanginu thora@skoli.net, vinsamlegast takið þá fram; nafn, aldur, kennitölu, heimilisfang, gsm og heiti á smiðju. Skráningargjald er 2000.- og fæst ekki endurgreitt. Fjöldatakmarkanir eru í smiðjur, því er nauðsynlegt að skrá sig tímanlega. 
Þær smiðjur sem í boði verða frá mánudegi til föstudags eru; art Craft, stuttmyndasmiðja, hljómsveitarsmiðja, leiklistarsmiðja/ götuleikhús. Skartgripagerð, tónlistarsmiðja og ljósmyndasmiðja verða frá miðvikudegi til föstudags.
Einungis er hægt að skrá sig í eina smiðju en gott er að velja aðra til vara.
Ungt fólk á aldrinum aldrinum 16-25 ára er hvatt til að skrá sig í smiðjur eða taka þátt í þeim viðburðum sem Berserkurinn býður upp á.
      Berserkurinn auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum til þess að troða upp á skemmtikvöldum listahátíðarinna og áhugasömum einstaklingum til þess að taka þátt í undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar og vinna með framkvæmdarstjórum.  Áhugasamir hafi samband við:
Þóru Möggu (891-7802) thora@skoli.net eða Sonju (690-9601) sonjama@khi.is sem einnig veita allar upplýsingar um hátíðina.
      Afrakstur listahátíðarinnar verður til sýnis m.a. á dönskum dögum í Stykkishólmi 18. – 20. ágúst n.k. og eru Hólmarar hvattir til að grípa tækifærið og kynnast listgreinunum.   
                                                                                                                                     fréttatilkynning