BM Ráðgjöf/Ný atvinnutækifæri

Eins og lesendur blaðsins rekur í minni þá auglýsti BM ráðgjöf eftir starfsfólki í væntanlegt samskiptaver sitt í Stykkishólmi en þar verða störf fyrir um 20 manns þegar allt er talið.  Aðspurðir um viðbrögð við auglýsingunum(eða hvernig gengi að ráða í störfin) sögðu BM menn að viðbrögð hefðu verið nokkuð góð en þeir væru þó enn að taka við umsóknum þannig að ef einhverjir gætu hugsað sér vellaunaða vinnu hjá traustu fyrirtæki þá ætti fólk endilega að sækja um.