Breytingar hjá Nesbrauði

Síðastliðna helgi þá drifum við í að breyta afgreiðslurými Nesbrauðs. Margir töldu okkur full bjartsýna að ætla að gera þetta á einum degi, en það tókst með aðstoð góðra manna. Gamla afgreiðslan var rifin út og nýr kökuskápur settur inn í staðinn og kæliborðið fært.

Síðastliðna helgi þá drifum við í að breyta afgreiðslurými Nesbrauðs. Margir töldu okkur full bjartsýna að ætla að gera þetta á einum degi, en það tókst með aðstoð góðra manna. Gamla afgreiðslan var rifin út og nýr kökuskápur settur inn í staðinn og kæliborðið fært.

Lýsing við afgreiðslu breytt,nýtt áleggsborð sett upp, hillur og tæki færð til, og nú er beðið eftir nýju kaffivélinni.

     Við vonum að viðskiptavinum okkar komi til með lýtast vel á þessar breytingar. Frá því að við opnuðum í febrúar á síðasta ári þá finnum við að viðskiptavina hópur okkar fer stækkandi og er það vel. Það sem við höfum lært á þessum tíma er meira en orð fá lýst. Ég hef sagt það áður og segi það enn, að engin dagur er eins. Eitt af því sem við erum spurð af á hverjum degi er hvort brauðin í hillunum okkar séu ný. Ég vil fá að segja það enn og aftur að öll brauðin í hillunum okkar eru ný og þau eru öll búin til hjá okkur, þ.e.a.s hnoðuð og bökuð.(við seljum ekki dagsgömul brauð). Hráefnið sem við notum í brauðin er danskt-gæða hveiti með engum aukaefnum í ( t.d. engin rotvarnarefni)(engin viðbættur sykur).

     Við leggjum metnað í að vera hágæða vöru þar sem það er varan sem skiptir máli en ekki magnið.

Hjá okkur hefur starfað núna í rúmt ár Ingólfur Snær Jakobsson. Eins og margir af okkar viðskiptavinum hafa tekið eftir þá á hann heiðurinn af öllum nýju tegundunum af brauði sem við höfum til sölu. Hann er mjög fjölhæfur bakari, hvort sem hann bakar bakkelsi,tertur eða brauð.

Daiva Butkuviené hóf störf hjá okkur í desember á síðasta ári.  Hún hefur búið hér í Stykkishólmi síðan 2000. Við vorum mjög heppin að fá hana. Við höfum fengið góð viðbrögð frá viðskipavinum um hversu ánægðir þeir séu með hana í afgreiðslunni.

     Þar sem fermingar eru framundan, vil ég  benda fólki á að koma til okkar og skoða myndamöppuna ef áhugi er fyrir hendi, um það sem við höfum fram á að bjóða. Arnar fór s.l. vetur á smurbrauðsnámskeið og lærði margt nýtt.  Við höfum smátt og smátt verið að bæta inn  veisluþjónustu s.s brauðveislur, snittur,pinnamat og brauðtertur.  Fyrir utan ýmsar útfærslur á tertum og kökum að hætti Ingólfs.

Sumarið leggst vel í okkur og það styttist í að við förum að hafa opið á sunnudögum, en það verður auglýst síðar.

Við getum því miður ekki byrjað að hafa opið þennan sunnudag. En frá 1.júní – 27. ágúst verður opið alla daga frá 8 – 18.  Fram að því er opnun mánudaga til föstudaga frá 7:30 – 18 og laugardaga frá 8-16.

 

Mig langar í lokin að þakka ykkur fyrir góðar viðtökur, án ykkar er þetta ekki hægt, við munum ætíð gera allt til að koma til móts við óskir okkar viðskiptavina.

 Með kærri þökk. f.h Nesbrauðs Hrefna Gissurardóttir.