Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Brúðkaup Tony og Tinu frumsýnt í kvöld!

Æfingar hafa verið stífar hjá Leikfélaginu Grímni að undanförnu við gamaleikinn „Brúðkaup Tony og Tinu“ en frumsýna á verkið í kvöld.

Leikfélagið Grímnir frumsýnir í kvöld leikritið „Brúðkaup Tony og Tinu“ eftir Nancy Cassaro.  Verkið er gamanleikur með söngvum og var frumsýnt hérlendis hjá leikfélagi Mosfellssveitar árið 2000 og sýnt við góðar undirtektir.  Má segja að veikindi hafi sett strik í æfingaferlið en allt hefur verið að smella saman í þessari viku.  Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson sem hefur starfað að leiklist víða um land með góðum árangri.
Þegar blaðamaður leit við á æfingu í vikunni var allt á fullu og er ljóst að sitthvað mun koma gestum á óvart.  Margir taka lagið í sýningunni sem án efa verður hin skemmtilegasta.  Best er að láta sem minnst uppi um efni verksins utan það að það gerist í brúðkaupsveislu.

Næsta sýning verður sunnudaginn, 5. mars n.k.