D-listinn kominn af stað

Nú er kosningabaráttan að fara af stað fyrir alvöru enda ekki nema um 4 vikur til kosninganna 27.maí.  D-listinn hóf formlega kosningabaráttu sína á föstudaginn þegar frambjóðendur gengu í hvert hús í Hólminum með stefnuskrá flokksins. 

Í gær var svo kynningarfundur á stefnuskránni í Lionshúsinu .  Efsti maður listans Gretar D. Pálsson, fylgdi stefnuskránni úr vör með kynningu á helstu stefnumálum flokksins.  Eftir kynningu Gretars voru svo umræður þar sem frambjóðendur listans sátu fyrir svörum.
    Í dag klukkan 17, opnar svo kosningaskrifstofa D-listans í Sjávarpakkhúsinu við höfnina og þá má segja að D-listinn sé kominn á fullt. 
   Þá er bara spurningin, hvar er L-listinn, það ekkert bólar á honum?