Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Dráttarbrautin í Skipavík löguð

Skipavíkurmenn hafa verið á fullu undanfarna daga við að laga dráttarbrautina hjá sér.  Brautin var orðin léleg og vafasamt að taka upp stærri báta.  Frá því að dráttarbrautin var gerð á sínum tíma hefur ekki verið farið í jafn viðamiklar endurbætur og nú.

Verkið felur í sér endurnýjun á teinum brautarinnar og öðru járnavirki og svo er steypt undir teinana upp á nýtt.  Útbúnir eru járnrámmar 6x6metrar með hólfum þar sem steypt er í og síðan eru teinarnir festir þar ofan á.  Þar sem þeir eru nú að steypa þetta neðansjávar þá eru sett lok ofan á með götum til að sprauta steypunni niður í.  Það var svolítið kuldalegt að horfa á þá vera að steypa í þessi hólf í garranum sem var í gær.  Voru tveir starfsmanna Skipvíkur ásamt kafaranum Sumarliða Ásgeirssyni að stýra steypunni á réttan stað og sjá til þess að hún færi ekki út í fjörð. 
    Framkvæmdirnar hafa fram að þessu gengið vel og munu nema um 40 milljónum þegar allt er komið í stand og þá verður hægt að taka þar upp báta upp á 350 þungatonn.

Steypunni sprautað í mótin