Það var skrýtin tilfinning að sjá gamla Baldur, sem nú heitir Eivor, leggja frá Stykkishólmshöfn um fjögurleitið í dag. Finnskur fáni blakti á hún skipsins og að sögn finnska skipstjórans liggur fyrir þeim 7 daga sigling til Finnlands ef veður helst gott.
Fyrrverandi og núverandi eigendur gamla Baldurs og Eivor..
Mátti sjá nokkra Hólmara á bryggjunni veifa gamla Baldri þegar hann lagði frá…
Eivor lagði af stað Turku í Finnlandi og verður í áætlunarferðum þar. Þeir voru brattir Finnarnir í áhöfninni þegar þeir lögðu af stað í ferðina til Finnlands. En 5 menn eru í áhöfn skipsins á leiðnni yfir hafið.