Eldri borgarar í gönguferðum

Eldri borgarar hafa verið duglegir að ganga síðan í vor.  Upphafsstaður gönguferðanna er Íþróttamiðstöðin og í gær lá leiðin út í Súgandisey.  Í bakaleiðinni kom svo hópurinn við á Fimm Fiskum og fékk sér kaffisopa. 

Það er Hanna Jónsdóttir sem sér um að skipuleggja og halda utanum gönguferðirnar.Skipulagðar gönguferðir hófust í apríl og voru út júní og var markmiðið að hafa gaman af og njóta útiveru og hollrar hreyfingar.  Frí var í júlí og ágúst en gönguferðirnar hófust svo aftur nú í september.  Sjá má nánar um gönguferðirnar í grein frá Hönnu Jónsdóttur hér.

Hópurinn á leið upp í Súgandisey. Á myndina vantar ljósmyndarann, Guðrúnu Ákadóttur.