Samgönguráðherra boðar til fundar um bensínverð í Stykkishólmi á Bensínstöðinni kl.18 í dag.  Eins og allir muna þá náði bensínverðið hæstu hæðum í síðustu viku þegar það fór yfir 119 krónurnar.

Er bensínverð of hátt í Stykkishólmi?

Samgönguráðherra boðar til fundar um bensínverð í Stykkishólmi á Bensínstöðinni kl.18 í dag.  Eins og allir muna þá náði bensínverðið hæstu hæðum í síðustu viku þegar það fór yfir 119 krónurnar.

 Er ekki bara um einelti að ræða gagnvart Hólmurum.  Ekki þarf að keyra lengra en í næsta bæjarfélag og þá er bensínverðið strax orðið lægra.   Eða er þetta kannski einhver dulbúin jafnræðisbyggðastefna sem stjórnvöld standa fyrir.  Af því að við erum svo framúrskarandi hér í Hólminum, miðað við aðra hér í kring, þá á að jafna muninn með því m.a. að hafa bensínið alltof dýrt hér.  Þá muni ferðamenn og aðrir þeir sem þurfa bensín ekki koma hingað en fara frekar allt annað. 
  Nú er bara að mæta á fundinn með allar bensínótur síðustu 5 ára og hafa hátt.  Er þetta bensínverð ekki hreint og klárt brot á jafnræðisreglunni?