Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar þá voru íbúar Stykkishólms 1.090 þann 1.desember s.l. og hafði því fækkað um 18 frá síðasta ári þegar íbúatalan var 1.108 á sama tíma. Fækkun hefur einnig orðið í hinum sveitarfélögunum á Nesinu en þó hefur orðið fjölgun í Helgafellssveit.

Fækkun í Stykkishólmi

Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar þá voru íbúar Stykkishólms 1.090 þann 1.desember s.l. og hafði því fækkað um 18 frá síðasta ári þegar íbúatalan var 1.108 á sama tíma. Fækkun hefur einnig orðið í hinum sveitarfélögunum á Nesinu en þó hefur orðið fjölgun í Helgafellssveit.

Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar þá voru íbúar Stykkishólms 1.090 þann 1.desember s.l. og hafði því fækkað um 18 frá síðasta ári þegar íbúatalan var 1.108 á sama tíma. Fækkun hefur einnig orðið í hinum sveitarfélögunum á Nesinu en þó hefur orðið fjölgun í Helgafellssveit.
       Íbúum hefur því fækkað um 75 frá árinu 2005.  Fækkunin varð nokkuð brött árin 2006 og 2007 en í fyrra fjölgaði hinsvegar um fimm en nú í ár hefur orðið fækkun á ný.  Svipuð þróun hefur verið á íbúafjölda í Grundarfirði og Snæfellsbæ en hinsvegar er Helgafellssveitin með öfuga þróun við stærri sveitarfélögin og íbúum fjölgað þar um 9 frá 2005.  Íbúafjöldi sveitarfélaganna undanfarin ár hefur verið eftirfarandi 1.desember síðastliðin fimm ár: 

Ár Stykkishólmur  Helgafellssveit Grundarfjörður  Snæfellsbær     Alls
2005     1165        55 974             1743              3937
2006     1143        58 954             1702              3858
2007     1103        58 918               1703              3782
2008     1108         59 921             1717              3805
2009     1090        64 910             1701              3765

 

Við snögga skoðun í íbúatölum síðustu ára þá má sjá að íbúar hafa ekki verið undir 1100 síðan á árunum 1970-’75 og flestir hafa íbúar Stykkishólms orðið 1.334 árið 1994 en á árunum þar í kring varð mikil sveifla í íbúatölunum.  Stöðug fjölgun var á íbúum árin á undan og mest var stökkið á milli 1993 og ’95. Íbúum fjölgaði um 65 árin 1993 og ´94, úr 1.266 í 1.334.  Árið 1995 varð svo stökk í hina áttina þegar íbúum fækkaði um 39 og í 1.295, þannig að það var þarna 104 íbúa sveifla á þessu árabili.