Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Fimmti glugginn í Frúarhúsinu

Nú er útlit Frúarhússins óðum að komast í upprunalegt horf.  Fimmti glugginn sem kom í ljós í endurnýjuarferlinu, sómir sér vel á miðju húsinu.  Það er hægt að segja að hann sé ,,fjarska fallegur" því hann er óneitanlega flottur með sín fínu gluggatjöld.

Nú er útlit Frúarhússins óðum að komast í upprunalegt horf. Fimmti glugginn sem kom í ljós í endurnýjuarferlinu, sómir sér vel á miðju húsinu.  Það er hægt að segja að hann sé ,,fjarska fallegur“ því séð úr örlítilli fjarlægð er hann óneitanlega fallegur, með sín fínu gluggatjöld og í engu frábrugðinn hinum gluggunum á suðurhlið hússins.

Þegar hins vegar komið er nær og glugginn skoðaður í nálægð þá sést að það eru engin gluggatjöld og varla gluggi heldur.  Því í raun er glugginn falskur og er einungis á útveggnum og síðan fleki fyrir innan með máluðum gluggatjöldum.  Málaði flekinn er upprunalegur og hefur eflaust verið settur á sínum tíma til að fá veggpláss inni.  Síðan hefur verið farið alla leið þegar húsið var forskalað og glugginn þá verið hulinn algerlega á utan líka og Frúarhúsið því einungis með fjóra glugga þar til múrhúðin var brotin af aftur.