Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir  árið 2010 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 17. desember s.l. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að A-hluti bæjarsjóðs sé rekin með 17,5 m. kr. afgangi, en að halli A og B hluta Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2010 verði 5,6 m. kr.

Fjárhagsáætlun 2010 samþykkt í bæjarstjórn

Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir  árið 2010 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 17. desember s.l. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að A-hluti bæjarsjóðs sé rekin með 17,5 m. kr. afgangi, en að halli A og B hluta Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2010 verði 5,6 m. kr.

Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir  árið 2010 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 17. desember s.l. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að A-hluti bæjarsjóðs sé rekin með 17,5 m. kr. afgangi, en að halli A og B hluta Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2010 verði 5,6 m. kr.

 

Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2010 var eins og áætlanir fyrri ára unnin í góðu samstarfi meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar. Áætlunin var unnin við mjög sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu þar sem mikill samdráttur er í efnahagslífinu og óvissa er mikil. Stykkishólmsbær þarf eins og önnur sveitarfélög að taka tillit til þessa raunveruleika í áætlunum sínum fyrir árið 2010. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að fylgjast gaumgæfilega með framvindu kostnaðar og vera með áætlunina í sífelldri endurskoðun ef þörf er á. Einnig er mjög mikilvægt að menn standi saman og vinni saman að því að verja þjónustu við íbúana í bænum. Við áætlanagerðina var gengið út frá því að bæjarfélagið bjóði íbúum upp á sömu þjónustu og áður. Bæjarstjórn þakkar forstöðumönnum stofnana og skólastjórnendum fyrir þeirra hlutdeild við að gæta aðhalds í rekstri og þar með gera það mögulegt að halda áfram óbreyttu þjónustustigi við íbúa Stykkishólms.

 

Einu hækkanir á gjaldskrám Stykkishólmsbæjar sem ekki eru nú þegar bundnar breytingum á vísitölu neysluverðs er annars vegar 10% hækkun á fæðiskostnaði í leikskólanum, fæðiskostnaðurinn hefur ekki hækkað síðan 2003, og hins vegar hækkun um 7% á sorphirðugjaldi skv. byggingavísitölu. Álagningaprósentur fasteignagjalda hækka ekki. Útsvar verður óbreytt á árinu 2010 eða 13,28%. 

 

Mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstri Stykkishólmsbæjar á árinu 2009 og er reksturinn í góðu jafnvægi í árslok. Þennan árangur má þakka virku og mjög góðu samstarfi allra sem að rekstri sveitarfélagsins koma. Þetta góða samstarf hefur skilað sér inn í fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2010.

 

Við fjárhagsáætlanagerðina var einnig lögð áhersla á mikilvægi þess að bæjarfélagið standi fyrir framkvæmdum á þessum tímum enda er fjárhagsleg geta til þess hjá Stykkishólmsbæ. Með tilliti til þessa er áætlað að hefja byggingu við nýtt húsnæði fyrir tónlistarskólann við Grunnskólann í Stykkishólmi.

 

Áætlun ársins 2010 endurspeglar góða fjárhagsstöðu Stykkishólmsbæjar og tryggir íbúum sveitarfélagsins áframhaldandi góða þjónustu.

Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2010  eru þessar:

A-hluti:

Skatttekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 588,5 m.kr., aðrar tekjur 376,0 m.kr. Tekjur samtals eru því kr. 964,5 m.kr. Rekstur málaflokka er áætlaður um 910,5 m.kr. Fjármagnsliðir eru 36,5  m.kr. Mismunur tekna og gjalda A-sjóðs sveitarfélagsins er því afgangur  um 17,5 m.kr. Handbært fé frá rekstri eru 80,9 m.kr., fjárfestingar 120 m.kr., afborganir langtímalána 95,8 m.kr. og handbært fé í árslok er áætlað 24,6 m.kr.

A og B hluti:

Tekjur eru áætlaðar 1.013.299  m.kr. en rekstrargjöld 944.817 m.kr. Fjármagnsliðir eru 74,0 m.kr. Gjöld umfram tekjur verða því um 5,6 m.kr. Handbært fé frá rekstri eru 103,3 m.kr., fjárfestingar 120,0 m.kr., afborganir langtímalána 112,9 m.kr., lántaka verður 120,0 m.kr. og handbært fé í árslok er
áætlað 29,8 m.kr.

                                                                                                                                                    
                                                                                                                                                     Fréttatilkynning