Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2009 á síðasta fundi sínum fyrir jól, þann 18.desember.  Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fyrirvara um að forsendur áætlunarinnar breytist ekki við afgreiðslu fjárlaga ríkisins fyrir árið 2009.

Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2009

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2009 á síðasta fundi sínum fyrir jól, þann 18.desember.  Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fyrirvara um að forsendur áætlunarinnar breytist ekki við afgreiðslu fjárlaga ríkisins fyrir árið 2009.

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2009 á síðasta fundi sínum fyrir jól, þann 18.desember.  Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fyrirvara um að forsendur áætlunarinnar breytist ekki við afgreiðslu fjárlaga ríkisins fyrir árið 2009. 
     
Samkvæmt áætluninni gerir bæjarstjórn ráð fyrir að halli á A og B hluta Stykkishólmsbæjar verði 29,9 milljónir árið 2009.  Í fréttatilkynningu með áætluninni segir:  Í áætluninni er gert ráð fyrir því að verja grunnþjónustu við íbúa bæjarfélagsins. Leikskólagjöld verða áfram óbreytt á næsta ári, og verður gjaldskrá leikskólans frá árinu 2003 áfram í gildi. Hækkun verður á álagningarprósentu útsvars í 13,28% sem er leyfilegt hámark skv. lögum. Þessi hækkun reynist nauðsynleg til að bæjarfélagið geti fullnýtt framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Aðrar álagningaprósentur hækka ekki en sorphirðugjald hækkar skv. byggingavísitölu í 31.000 kr. á hverja tunnu  fyrir óflokkað sorp. Greiðslur til bæjarfulltrúa og nefndarmanna lækka um 15% og þrátt fyrir hækkanir á viðmiðunartaxta á árinu 2009 verður áfram stuðst við taxtann eins og hann er nú.

 

Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2009  eru þessar:


A-hluti:

Skatttekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 520,3 m.kr., aðrar tekjur 302,6 m.kr. Tekjur samtals eru því kr. 822,9 m.kr. Rekstur málaflokka er áætlaður um 815,7 m.kr. Fjármagnsliðir eru 6,8 m.kr. Mismunur tekna og gjalda A-sjóðs sveitarfélagsins er því afgangur  um 0,3 m.kr. Handbært fé frá rekstri eru 65,0 m.kr., fjárfestingar 96,6 m.kr., afborganir langtímalána 68,0 m.kr. og handbært fé í árslok er áætlað 22,6 m.kr.


A og B hluti:

Tekjur eru áætlaðar 870,216  m.kr. en rekstrargjöld 851,795 m.kr. Fjármagnsliðir eru 48,3 m.kr. Gjöld umfram tekjur verða því um 29,9 m.kr. Handbært fé frá rekstri eru 84,0 m.kr., fjárfestingar 96,6 m.kr., afborganir langtímalána 84,0 m.kr., lántaka verður 80 m.kr. og handbært fé í árslok er áætlað 48,6 m.kr.

 

Bókun Gretars D. Pálssonar, forseta bæjarstjórnar á bæjarstjórnarfundi 18.desember 2008

 

     „Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar var unnin og gerð undir mjög óvenjulegu ástandi í   
     efnahagsmálum þjóðarinnar. Hrun íslensku bankanna og kreppan gera það að verkum að
      verulegur samdráttur verður í efnahagslífi þjóðarinnar. Stykkishólmsbær þarf eins og allir aðrir að
      taka tillit til þessa raunveruleika í áætlunum sínum fyrir árið 2009. Við slíkar aðstæður er mjög
      mikilvægt að menn standi saman og vinni saman að því að verja þjónustu við íbúana í bænum.
      Sem forseti bæjarstjórnar vil ég þakka bæjarstjórnarmönnum, minnihluta sem meirihluta, fyrir
      samstarf og samhug við að ná saman fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar við þessar aðstæður.

      Einnig vil ég þakka starfsmönnum bæjarskrifstofu, þá sérstaklega bæjarritara Þór Jónssyni fyrir  
      vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. 
      Forstöðumenn stofnana hafa sýnt því góðan skilning að aðhalds skuli sérstaklega gætt á næsta
      ári, fyrir það ber að þakka.
      Í þessu óvissuástandi sem við búum við er ljóst að fjárhagsáætlun þarf að vera í reglulegri
      endurskoðun á næsta ári og þarf bæjarstjórn þá að vera tilbúin að taka þær ákvarðanir sem þurfa
      þykir við breyttar forsendur.“

 

                                                                                                                                     Úr fréttatilkynningu