Foreldrafélag barna með AD/HD á Snæfellssnesi hlýtur styrk frá Rafiðnaðarsambandi Íslands

RSÍ hélt sambandsstjórnarfund sinn hér í Stykkishólmi s.l fimmtudag og föstudag.  RSÍ veitir styrki til góðgerðarmála á fundum þessum og hlaut AD/HD foreldrafélagið hér á Snæfellssnesi 200.000 krónur í styrk að þessu sinni.

RSÍ hélt sambandsstjórnarfund sinn hér í Stykkishólmi s.l fimmtudag og föstudag.  RSÍ veitir styrki til góðgerðarmála á fundum þessum og hlaut AD/HD foreldrafélagið hér á Snæfellssnesi 200.000 krónur í styrk að þessu sinni.  Félag eldri borgara hlaut 300.000 og forvarnarverkefni fyrir unglinga hjá SÁA jafmikið.  Vigdís Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og tengiliður AD/HD foreldrafélagsins veitti styrknum viðtöku á Hótel Stykkishólmi s.l. föstudag.