Miðvikudagur , 23. janúar 2019
Í kvöld kl.20:00 verður opin kynning á starfsemi og rannsóknum Náttúrustofu Vesturlands og Háskólaseturs Snæfellsness en báðar þessar stofnanir eru til húsa í ráðhúsi bæjarins.  Forstöðumenn þeirra Róbert A. Stefánsson og Tómas G. Gunnarsson munu flytja erindi um starfsemi þessara tveggja rannsóknarstofnana og segja frá rannsóknum þeirra og nokkrum niðurstöðum fram til þessa.

Fræðastörf í Stykkishólmi

Í kvöld kl.20:00 verður opin kynning á starfsemi og rannsóknum Náttúrustofu Vesturlands og Háskólaseturs Snæfellsness en báðar þessar stofnanir eru til húsa í ráðhúsi bæjarins.  Forstöðumenn þeirra Róbert A. Stefánsson og Tómas G. Gunnarsson munu flytja erindi um starfsemi þessara tveggja rannsóknarstofnana og segja frá rannsóknum þeirra og nokkrum niðurstöðum fram til þessa.

Allir eru velkomnir á þessa kynningu og því gefst þarna gott tækifæri fyrir áhugasama að kynna sér þau áhugaverðu fræðastörf sem fara fram í ráðhúsinu.