Framboðsfundur Stöðvar 2

Fréttastofa Stöðvar 2 og Ísland í dag munu standa fyrir röð kosningafunda á næstu vikum í tilefni komandi Alþingskosninga í maí. Fyrsti fundurinn var hér í Stykkishólmi síðasliðinn miðvikudag 28.mars.

Forystumenn flokkanna í kjördæminu stóðu fyrir svörum á Hótel Stykkishólmi að viðstöddum gestum. Þeir voru Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, Guðjón Arnar Kristjánsson fyrir Frjálslyndaflokkinn, Guðbjartur Hannesson fyrir Samfylkinguna og Jón Bjarnason fyrir Vinstri græna.

Sjá má þáttinn á með því að smella hér.