Frítt til Finnlands

Sæferðir hafa ákveðið að bjóða Hólmurum frítt með til Finnlands þegar gamla Baldri verður siglt þangað í dag.  Lagt verður af stað kl.16 og eru allir þeir sem ætla að stökkva á þetta skemmtilega boð beðnir um að drífa sig niður á bryggju og skrá sig.

   Siglt verður til Tämpere í Finnlandi þar sem gamli Baldur verður afhentur nýjum eigendum og jafnframt tekið við nýja Baldri.  Bæjarstjóri Tämpere, Jussi Skipalainen, mun bjóða til kaffiboðs og smá sána á eftir fyrir þá sem vilja, óþarfi samt að taka með sér sundföt, þeir eru svo frjálslegir Finnarnir.  Dvalið verður í 2 daga í Tämpere áður en siglt verður heim á ný.
   Í bakaleiðinni mun verða komið við í Þórshöfn í Færeyjum á nýju ferjunni og þar munu fararstjórarnir Olla og Klemmi leiða mannskapinn um helstu verslanir Þórshafnar og er þá tilvalið að versla mikið því nú þarf ekki að borga yfirvigt og nóg pláss í nýju ferjunni.  Nú er bara að drífa sig svo enginn missi af þessu góða tilboði.  Áætluð heimkoma á fimmtudaginn.  Ef einhver skildi ekki komast um borð í dag þá er möguleiki að komast um borð á morgun í Reykjavík.