Þriðjudagur , 14. ágúst 2018

Frúarhúsið fríkkar enn

Frúarhúsið er sífellt að færast nær upprunalegri mynd.  Nú er unnið við að setja steinskífur á þakið.  Þetta eru skífur sem eru unnar úr seti og keyptar frá Englandi.

Frúarhúsið er sífellt að færast nær upprunalegri mynd.  Nú er unnið við að setja steinskífur á þakið.  Þetta eru skífur sem eru unnar úr seti og keyptar frá Englandi.

Samkvæmt þeim heimildum sem til eru um húsið þá var sambærilegur steinn á þakinu í upphafi.  Steinninn er settur á grind en undir henni er vatnshelt lag þannig að það skiptir ekki máli þó flögurnar haldi ekki vatni.  Hver flaga er um sentimetri á þykkt og um 2 kg. og hún er negld niður með tveimur nöglum.  Þannig að þegar búið er á setja allan steininn á þá er þyngdin komin í rúm 5 tonn á þakinu.  Það hljómar mikið en þyngdardreifingin er hinsvegar mjög góð þannig að þyngdin á fermetra er ekki mikil.  Það má einnig sjá að gluggar og útidyr eru að taka á sig mynd.