Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var í dag í fundarsal bæjarstjórnar í Ráðhúsinu.  Þar var m.a. gengið frá skipan í nefndir og ráð, kjör forseta bæjarstjórnar og ráðning nýs bæjarstjóra 

Gretar D.Pálsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Erla Friðriksdóttir kjörinn nýr bæjarstjóri og skrifaði undir ráðningarsamning sinn á fundinum.  Þar var m.a. gengið frá launasamningi hennar og verða heildarlaun hennar um 800þús. þegar allt er metið.  Gretar forseti bæjarstjórnar setti strax línurnar varðandi fundi bæjarstjórnar næstu fjögur árin, gekk röggsamlega til verka og kláraði dagskrá
fundarins á innan við klukkustund. 

 

Nýja bæjarstjórnin í tröppum Ráðhússins.  Fremst frá vinstri, Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri, Elísabet Lára Björgvinsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Berglind Axelsdóttir, Davíð Sveinsson,Gretar D. Pálsson og Lárus Ástmar Hannesson.
Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri og Gretar D. Pálsson handsala samninginn um ráðningu bæjarstjóra.
Bæjarfulltrúar og Þór Örn Jónsson bæjarritari í sætum sínum á fyrsta bæjarstjórnarfundinum.