Gamli Baldur kveður…

Innan skamms verður tekin í notkun ný Breiðarfjarðarferja í stað núverandi Baldurs.

Innan skamms verður tekin í notkun ný Breiðarfjarðarferja í stað núverandi Baldurs en nýja skipið mun einnig bera það nafn. Núverandi ferja hefur verið seld til Finnlands og fer sína síðustu áætlunarferð 31. mars n.k.
    Þó tíminn væri skammur var markmiðið að ná nýju ferjunni heim á sama tíma og hitt skipið færi til Finnlands en nú er ljóst að það mun ekki takast. Ástæðan er m.a. sú að ekki tókst á þeim stutta tíma sem var til stefnu að fá alla hluti sem þurfti til endurbóta og breytinga eins og vonir stóðu til í byrjun.
    Það mun því myndast stutt hlé á milli skipa þannig að ferðir með bíla yfir fjörðinn munu falla niður nokkra daga. Í þessu hléi munu verða farnar 3 ferðir í viku á milli Stykkishólms og Flateyjar á minni skipum Sæferða. Þar sem á þeim skipum er takmarkað pláss fyrir þungavörur er farmflytjendum bent á að nýta tímann áður en Baldur fer.  Ferðir verða sem hér segir.:
– Síðasta ferð Baldurs milli Stykkishólms og Brjánslækjar verður samkvæmt áætlun föstudaginn 31. mars 2006.
– Fyrsta ferð nýja Baldurs verður samkvæmt áætlun miðvikudaginn 12 apríl. Vera má að takist að byrja einum degi fyrr eða 11. apríl.
– Ferðir til Flateyjar frá Stykkishólmi á Særúnu eða Brimrúnu á tímabilinu frá 1. apríl til 11. apríl verða alla þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga og verður farið frá Stykkishólmi kl 13:30 og frá Flatey kl 17:00.

Björgunarbátarnir yfirfarnir
Nú vinna starfsmenn Skipavíkur við það að yfirfara björgunarbátana í Baldri.

Nýja ferjan
Júlli á fullu