Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Gangstéttir teknar í gegn

Starfsmenn bæjarins voru á fullu við að steypa gangstéttina á þeim kafla Aðalgötunnar sem fyrst var lagður bundnu slitlagi ef það er hægt að segja sem svo, því kaflinn var í raun steyptur á sínum tíma. 

Gangstéttin Víkurgötumegin var orðin illa farin sökum þrýstings og var öll sprungin og farin að líkjast meira öldum Breiðafjarðar í góðum norðan garra, sem er nú reyndar sjaldan eins og allir vita.  Það var Þorbergur Bæringsson sem útvegaði steypuna úr sinni steypustöð, ekki verra að geta fengið þá þjónustu hér innanbæjar.  Að Aðalgötunni lokinni mun verða farið næst í gangstéttar við Hafnargötu, frá Mylluhöfða og niður eftir.

Ekki annað að sjá en Bogi sé þokkalega sáttur með steypuna.
Alltaf verklegur hann Þorbergur.