Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Breytingar á gatnmótum Stykkishólmsvegar við Gríshólsá voru boðin út nú í vor.  Í þeim framkvæmdum felst enduruppbygging 1,5km kafla Snæfellsnesvegar um Gríshólsá auk tengingar við veginn niður í Stykkishólm og Helgafellssveitarveg(517).

Gatnamótum Stykkishólmsvegar breytt

Breytingar á gatnmótum Stykkishólmsvegar við Gríshólsá voru boðin út nú í vor.  Í þeim framkvæmdum felst enduruppbygging 1,5km kafla Snæfellsnesvegar um Gríshólsá auk tengingar við veginn niður í Stykkishólm og Helgafellssveitarveg(517).

Í Gríshólsá verður auk þess byggt um 45 m langt stálbogaræsi með steyptum sökklum. Eins og sjá má á myndinni mun beyjan að brúnni þar með hverfa sem og vinkilbeyjan sem var við gatnamótin.  Tilboðin voru opnuð 6 Júní 2006.Og voru Velverk ehf í Kolbeinstaðahrepp með lægsta tilboðið upp á 27.252.433.  Meðverktakar eru Palli Sig ehf, Stefán Björgvinsson, og E.B.Vélar en þeir eru allir staðsettir í Stykkishólmi. Áætlað er að byrja á verkinu í október.  Stefnt er að setja niður ræsi og fylla að því fyrir jól, ef tíðin verður góð.  Verkinu á að vera lokið 15. júli 2007.