Það fjölgar stöðugt í Tjarnarmýrinni undir Ásnum.  Nýjustu íbúarnir Gunnlaugur Lárusson og Hanna Ágústsdóttir fluttu inn í sína íbúð síðastliðinn laugardag og hlutu höfðinglegar móttökur af nágrönnunum.   Þar fór Ella ljósa fremst í flokki og færði þeim nýbakað brauð. 

Gulli og Hanna flutt í Mýrina

Það fjölgar stöðugt í Tjarnarmýrinni undir Ásnum.  Nýjustu íbúarnir Gunnlaugur Lárusson og Hanna Ágústsdóttir fluttu inn í sína íbúð síðastliðinn laugardag og hlutu höfðinglegar móttökur af nágrönnunum.   Þar fór Ella ljósa fremst í flokki og færði þeim nýbakað brauð. 

     Þegar blaðamaður Stykkishólms-Póstsins leit við hjá þeim voru þau í óða önn að pakka inn páskaeggjum handa barnabörnunum í Noregi.  Þeim fannst það nú ekki sæta tíðindum að þau væru að flytja í mýrina meiri tíðindi væru að þau væru að flytja úr gamla húsinu sínu á Sundabakkanum.  En þau byggðu það árið 1973 og þá voru engin hús þar nema Bakki, gamli bærinn sem var neðan við þeirra hús nær sjónum u.þ.b. þar sem hús Eggerts dúkara og Gunnars frá Þverá standa nú.
  

Gulli og Hanna í nýju stofunni.      Ljósm Símon Sturluson