Hafrún seld

Fjarðarferðir festir kaup á Hafrúnu

Fjarðarferðir sem staðsett er á Neskaupstað hafa nú fest kaup á Hafrúnu en það var í eigu Sæferða. Hafrún var vel þekkt hér um slóðir Breiðafjarðar og var hún fyrst keypt hingað til Stykkishólms árið 1988 en þá var hún í eigu Eyjaferða og áttu þeir hana í 12 ár. Síðan var hún seld til Sauðárkróks og í fyrra kom Hafrún loks aftur til baka og bættist hún í hinn mikla skipaflota Sæferða. Við óskum nýjum eigendum innilega til hamingju með nýja skipið.