Félagið Embla boðar til hagyrðingakvölds föstudaginn 28. apríl kl. 20 í Hótel Stykkishólmi. Á hverju ári síðan 1990 hefur félagið staðið fyrir menningar- og listviðburðum á vorvökum sínum. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir hagyrðingakvöldi af því tilefni.

Hagyrðingakvöld Emblu

Félagið Embla boðar til hagyrðingakvölds föstudaginn 28. apríl kl. 20 í Hótel Stykkishólmi. Á hverju ári síðan 1990 hefur félagið staðið fyrir menningar- og listviðburðum á vorvökum sínum. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir hagyrðingakvöldi af því tilefni.

Hagyrðingarnir eru allir af Vesturlandi nema einn. Þetta eru Heiðrún Jónsdóttir frá Akranesi, Hreinn Þorkelsson Stykkishólmi, Ólína Gunnlaugsdóttir frá Ökrum í Breiðuvík, Ragnar Guðmundsson frá Brjánslæk (hinn eini sanni Ragnar á Læk) og svo Selfyssingurinn Sigurjón V. Jónsson, sem sló svo rækilega í gegn á hagyrðingakvöldinu í fyrra. Kynnir og stjórnandi verður hinn síspræki Gísli Einarsson fréttahaukur og dagskrárgerðarmaður Vesturlands hjá RÚV. Skemmtunin verður haldin í hótelinu og veður hægt að kaupa kaffi og aðrar veitingar. Aðgangseyrir er kr. 1500. Allir velkomnir.