Handverksdagur í Norska húsinu.

Á morgun laugardag verður handverksdagur í Norska húsinu í Stykkishólmi þar sem hægt verður að prófa vefstól og kynna sér knippl og baldýringu.  Sýndur verður skautbúningur sem safninu var færður að gjöf og faldbúningur í eigu Ingibjargar Ágústsdóttur.

Í tilefni dagsins er ókeypis inn á safnið og einnig er öllum konum sem klæðast íslenskum þjóðbúningi þennan dag, boðið í kaffiboð í stássstofunni hjá frú Önnu Magdalenu í Norska húsinu á milli kl. 14.00 og 16.00.