Miðvikudagur , 23. janúar 2019
Íslandsmótið í Pítró fór fram að Skildi í Helgafellssveit 30.des.  Þar voru mættir um 30 manns, flestir vanir Pítro spilarar en nokkrir að spila sín fyrstu spil.

Hannes og Gunnar Íslandsmeistarar.

Íslandsmótið í Pítró fór fram að Skildi í Helgafellssveit 30.des.  Þar voru mættir um 30 manns, flestir vanir Pítro spilarar en nokkrir að spila sín fyrstu spil.

 Íslandsmótið í Pítró fór fram að Skildi í Helgafellssveit 30.des.  Þar voru mættir um 30 manns, flestir vanir Pítro spilarar en nokkrir að spila sín fyrstu spil. 

   Áður en að hin eiginlega keppni hófst þá var byrjað með nokkrum upphitunarspilum.  Að þeim loknum voru pörin dregin saman og svo spilað með útsláttarfyrirkomulagi.  Meistarar síðasta árs feðgarnir Hannes og Gunnar sýndu strax að ekki átti að gefa titilinn án baráttu.  Annað par sem hafði það skemmtilega nafn ,,ég og pabbi” vakti mikla athygli í 1.umferð fyrir djarfar sagnir.  Þetta voru feðgarnir Ísleifur og Jóhann Jón (Jonni) sem voru í sinni fyrstu Pítrókeppni.  Sagnirnar stóðust að vísu ekki allar hjá þeim en þeir komust nú samt alla leið í úrslitaspilið á móti meisturunum Hannesi og Gunnari.  Þá var hins vegar orðin breyting á byrjendaparinu og það orðið að ,,ég og konan mín” en þá var Ásthildur Elva Kristjánsdóttir frá Skallabúðum, eiginkona Jóhanns búin að leysa Ísleif af.

       Það er skemmst frá því að segja að meistararnir unnu úrslitaspilið 3-1.  Þeir töpuðu fyrsta geiminu en unnu svo 3 í röð og titilinn var í höfn annað árið í röð.

Mótið var bráðskemmtilegt og spennan slík á stundum að sprengipillurnar voru hafðar klárar á borðunum. 

    Mótið var jafnframt undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í Pítró 2006. Hannes og Gunnar hafa því unnið sér rétt til að verða  fulltrúar Íslands þar.