Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Orkuveita Reykjavíkur, eigandi hitaveitunnar í Stykkishólmi hefur verið að vinna að því að bora vinnsluholu númer tvö fyrir hitaveituna hér í bæ.    Orkuveitan hefur verið við þessa vinnu í landi Ögurs, rétt ofan vi ð Vogsbotninn.

Heitt vatn í Ögri

Orkuveita Reykjavíkur, eigandi hitaveitunnar í Stykkishólmi hefur verið að vinna að því að bora vinnsluholu númer tvö fyrir hitaveituna hér í bæ.    Orkuveitan hefur verið við þessa vinnu í landi Ögurs, rétt ofan vi ð Vogsbotninn.

Þeir fundu um  80° heitt vatn á 364 metra dýpi  en það á eftir að vinna frekari rannsóknir varðandi þetta vatn.  Það gæti verið að þetta vatn sé tengt Hofstaðaholunni þ.e. að það sé samgangur á milli þessara æða.  Sé svo þá er um sama vatnspottinn að ræða og þá verður þessi hola nýtt sem niðurtalningarhola.  Eftir helgi munu koma aðilar til frekari mælinga og þá kemur betur í ljós hvort þessi  hola sé nýtileg sem vinnsluhola fyrir hitaveituna.