Helgi Eiríksson rafvirki, er sjötugur í dag. Stykkishólms-Pósturinn óskar Helga til hamingju með daginn. Frést hefur að eitthvað muni verða sungið Helga til heiðurs á pallinum hjá honum á laugardagskvöldið kemur, rétt fyrir klukkan ellefu. Þar ku vera mjög tónvissir karlar á ferð úr Reykjavíkinni undir stjórn Frissa (Kidda Friðriks), tengdasonar Helga.