Hestvagnar í Stykkishólmi

Þau gera það ekki endasleppt Sæþór og Steinunn í Narfeyrarstofu.  Þau hafa nú bætt einni skrautfjöðurinni við afþreyingarmöguleikana í bænum.

Þau hafa  fjárfest í tveimur hestvögnum og ætla að bjóða upp ferðir með þeim.  Þetta er annars vegar lítill vagn fyrir tvo, dreginn af einum hesti, vagn sem gjarnan hefur verið notaður í brúðkaupum og öðrum rómantískum ferðum.  Svo er stærri vagn sem dreginn er af tveimur hestum og getur tekið 6-10 manns.  Þau eiga eftir að flytja vagnana í Hólminn og yfirfara þá ásamt því að fá kúska á vagnana. Ætlunin er að vera með vagnana klára á sjómannadaginn 11.júní og hver veit nema að það verði fyrr. 

Litli vagninn
Stærri vagninn á ferð um Laugarveginn